Nánar


„Breytingar eru lögmál lífsins. Og þeir sem horfa eingöngu til fortíðar eða nútíðar missa örugglega af framtíðinni.“ John F. Kennedy


„Góður spámaður er ekki snjallari en allir aðrir, hann hefur einfaldlega betra skipulag á vanþekkingu sinni.“ Óþekktur höfundur


Framtíðarsetur Íslands er stofnað af Háskólanum á Bifröst, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og KPMG. Starfsemi setursins kristallast að mörgu leiti í framangreindum tilvitnunum. Við viljum ekki missa af þeim tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér og við viljum höndla þekkingu okkar þannig að hún nýtist til að takast á við hverskonar áskoranir.

Skráðu þig á netlista setursins, sjá, og vertu félagi okkar á fésbók okkar, sjá.