Forsaga Framtíðarseturs


Árið 2015 voru liðin frá því að fyrsta verkefnið á sviði framtíðarfræða var unnið hér á landi. Verkefnið heit: Sveitalíf 2025. Ólíkar sviðsmyndir um hugsanlega framtíð íslensks dreifbýlis.  Þó svo verkefnið hafi ekki farið í almenna dreifingu hafði það veruleg áhrif. Haraldur Benediksson, þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands orðaði sína reynslu á eftirfarandi hátt:

„Ég nota það alveg markvisst í mínu starfi hérna [...] og ég get alveg vottað það að það sem við lærðum í þátttökunni höfum við tileinkað okkur og það orðið okkur að áþreifanlegum verðmætum eða áþreifanlegu gagni“ (Ólafur Jónsson 2011). 

Í kjölfar þessa verkefnis hafa síðan verið unnin fjölmörg verkefni fyrir opinbera aðila og aðila úr einkageiranum. Nýlega var gerð rannsókn á áhrifum verkefnanna og árangur og er almenn ánægja með árangur þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á ráðstefnu Háskóla Íslands, Þjóðarspegill 2015. Sjá meðfylgjandi grein.