Stafrænar valda blokkir – breyttur heimur


 Veraldarvald hefur þróast eftir ris og fall samfélaga. Grísku borgríkin voru valdamiðstöðvar síns tíma eins og Róm var á tíma Rómaveldis. Nýlendu stefnan mótaðist meðal annars vegna hernaðarstyrks nýlenduríkja. Frá tíma seinni heimstyrjaldarinnar hafa einstaka efnahagskerfi myndað tilteknar valdablokkir. Í dag er talað um að þjóðríkið sé að láta undan gagnvart borgríkjum. Borgir draga til sín fjármagn og mannauð og þar með vald. En líklega er hin stafræna bylting að bylta okkar hugmyndum um vald í nánustu framtíð.

Stafræn samfélög og vald

Hin ógnarbreyting sem hefur átt sér stað í stafræni notkun síðustu ár mun margfaldast í náinni framtíð. Þetta hefur haft og mun hafa verulegar samfélagslegar breytingar í för með sér. Ef Facebook væri þjóðríki þá væri það með fleiri íbúa en Kína. 1.400 milljónir notenda á móti 1.360 íbúum Kína. Íbúa fjöldi Indlands kæmi síðan í þriðja sætið en þar á eftir kæmi Twitter. Í fimmta sæti kæmi síðan Bandaríkin. Upplýsingar og notkun þeirra er eitt öflugasta vald samtímans enda eru í dag stafræn hagkerfi í mótun, deilihagkerfið byggir á stafræni miðlun og heimur afþreyingar færist stöðugt af leikvöllum inn í hinn stafræna heim. Allar samfélagslegar þarfir fjölskyldna og fyrirtækja byggjast í ríkari mæli á stafrænum lausnum. 

Ógn eða tækifæri eða hvort tveggja

Allar breytingar er ógn við eitthvað sem vant er að vera en tækifæri fyrir þá sem sjá lausnir í nýjum áherslum. Hið svo nefnda vor miðausturlanda er rakið meðal annars til öflugra notkunar netmiðla og sama má segja um róstur undanfarinna ára þar sem ein færsla á Facebook skilar sér í mótmælum gegn valdhöfum á nokkrum mínútum. Áhrif Panama uppljóstranina hefði aldrei verið viðlíka ef ekki hefði verið til sá farvegur sem samfélagsmiðlarnir búa yfir. Það má því færa rök fyrir því að valdið hafi fundið sér nýjar gáttir eða vettvang. Færst frá þjóðríkum til borga og síðan núna inna á heimili eða í endur þess sem heldur á snjalltæki. Það má yfirfæra setningu Socratesar „að gera er að vera“ yfir í „tísta er að vera“ með skírskotun til þess að vera leiðandi þarf maður að vera í hinum stafræna heimi.

Samfélagsbreytingar og næsta árþúsundið

Í dag erum við að sjá verulegar samfélagsbreytingar vegna notkunar á stafrænum miðlun. Umræddar breytingar skila sér í skilvirkni og auknum tækifærum í að auka framleiðni. En þær hafa einnig sýnt sig í minnkandi þörf á vinnuafli og gjörbreytta samsetningu þess. Samfélagsleg hegðun og siðferði viðmið eru að breyttast. Ris sjálfsástar og hópamyndunna sem áður var rætt um sem jaðarhópa koma gleggra í ljós en áður hefur verið. Nýsköpun í siðferði hefur aldrei verið ein mikil og nú. Árið 2004 kom út áhugaverð bók eftir Gunnar Dal „Þriðja árþúsundið. Framtíð manns og heims“. Gunnar er hugleikið margt í tengslum við framvindu mannsins og ræðir um ýmis viðfangsefni samtímans og framtíð þeirra við upphaf þriðja ársþúsundsins. Áhugavert er að huga að þeim breytingum sem fram hafa orðið á því ári með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa núna átt sér stað síðustu áratugina.

Höfundar eru Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG og Karl Friðriksson, starfsmaður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stjórnarformaður setursins.