2052-Svipmyndir úr framtíðinni

Bókin 2052 – Svipmyndir úr framtíðinni er samansafn af smásögum eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum í dag geta haft eftir rúm 30 ár.

Það er alltaf spennandi þegar fjölbreyttur hópur fólks reynir að teikna upp mögulega framtíð. Öll framtíðarhugsun er af hinu góða og einnig er áhugavert hvernig hópurinn teiknar upp mismunandi framtíðarmyndir. Bókina er hægt að fá í bókaverslunum og hún fæst einnig á netinu – Sjá hér