Frá hugmynd að viðskiptalíkani

Hagnýtt leiðbeiningarrit þar sem farið er í gegnum þróunarferlið þrep fyrir þrep. Hefðbundið hlutverk viðskiptahraðla (e. Business accelerator) er að hraða ferlinu sem einstaklingar, félög, fyrirtæki eða stofnanir fara í gegnum frá því að hugmynd fæðist og þar til viðskipti taka að blómstra. Samfélagshraðall byggir á svipuðu módeli en grundvallast á sterkri áherslu á samfélagslegan ávinning verkefnanna.