Nemendur

Aukum framtíðarlæsi ungs fólks                                              

Í síbreytilegu samfélagi er nauðsynlegt að hafa þann eiginleika að geta aðlagast þeim aðstæðum sem við búum við hverju sinni. Viðhorf fólks til framtíðarinnar hefur breyst (Riel Miller, 2018). Riel Miller er forstöðumaður um framtíðarlæsi hjá UNESCO, sem er í ríkari mæli að beita sér fyrir auknu framtíðarlæsi þjóða.

Framtíðarlæsi vísar í getuna til þess að vita hvernig á að ímynda sér framtíðina, og hversvegna sú geta er nauðsynleg. Framtíðarlæsi gerir okkur einnig kleift að vera meðvituð um vonir okkar og drauma, og leyfir okkur að kunna að meta fjölbreytnina í raunveruleikanum sem við búum við í dag, sem og ákvarðarnir sem við tökum til þess að móta framtíðina (Larsen, 2020).

Einn af frumkvöðlum sviðsmyndagreinar er Peter Bishop. Peter hefur haft forystu um að auka framtíðarlæsi ungs fólks. Hann og hans teymi mótuðu bókina Að hugleiða framtíðir, sem Framtíðarsetrið þýddi.

Leiðbeinendur, kennarar og nemendur nýtið ykkur Að hugleiða framtíðir, til að móta áhugaverða framvindu ykkar til framtíðar.

Að hugleiða framtíðir

Að hugsa um framtíðir er hráefni til nýsköpunar. Hér eru nokkur rit sem aðstoða ykkur við að fara frá hugmynd að raunhæfum verkefnum.

Vertu þinn eigin yfirmaður. Námsefni í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 5. – 7. bekk.

„Vertu þinn eigin yfirmaður“ er vinnubók sem hjálpar nemendum að gera einfalda viðskiptaáætlun. Gengið er út frá því að nemendur hafi þegar hugmynd að vöru eða þjónustu sem þeir geta notað til að gera viðskiptaáætlunina.

Næsta stig. Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 7. og 10. bekk. Kennsluleiðbeiningar.

Markmiðið með námsefninu er að veita yfirsýn yfir þau stig sem bekkurinn þarf að fara í gegnum í ferlinu „frá hugmynd til sölu á vöru eða þjónustu“. Kennsluefnið er eins konar vegvísir og verkfærakassi sem hægt er að leita til á öllum stigum í ferlinu.

Áhugavert efni

Áhugaverð vefslóð um nýsköpun, fræðsla og aðferðir í tengslum við Nýsköpunarkeppni grunnskólanna https://nkg.is/namsefni/

Nýsköpun og samfélagaleg ábyrgð í tengslum við Samsýningu framhaldsskólanna  https://samsyning.is/namsefni/