Forsvarsmenn, stjórn og ráðgjafaráð

Forsvarsmenn

Karl Friðriksson er starfandi stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands. Hann er hagfræðingur frá University of London. Sem ráðgjafi hefur hann unnið fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja og opinbera aðila. Karl hefur vottun á sviði verkefnisstjórnunar og hagnýtra viðmiða og á sviði vöruþróunar frá The Product Development & Management Association í Bandaríkjunum.

Karl er höfundur bókarinnar Vöruþróun. Frá hugmynd að árangri sem kom út árið 2004 og meðhöfundur bókarinnar Framtíðin. Frá óvissu til árangurs sem kom út árið 2007, og bókarinnar Fyrirmyndarstjórnun: Hagnýt viðmið og samkeppnisforskot, sem kom út einnig árið 2007. Hann er höfundur fjölda greina á svið rekstrar og stjórnunar, og hefur kennt við háskóla hér á landi og erlendis.

Sævar Kristinsson starfar sem rekstrar- og stjórnendaráðgjafi hjá KPMG.  Hann hefur sérhæft sig í ráðgjöf á sviði framtíðarfræða með áherslu á sviðsmyndagerð, breytingastjórnun og stefnumótun.  Hann hefur leitt umbreytingarferli og sameiningu fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga og unnið á sérsviðum sínum með ýmsum af stærstu fyrirtækjum landsins ásamt opinberum stofnunum og sveitarfélögum. 

Sævar hefur kennt framtíðarfræði og sviðsmyndagerð ásamt stefnumótun og rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og á Bifröst. Hann er meðhöfundur ýmissa rita um viðskiptatengd efni þ.m.t. bókinni “Framtíðin – frá óvissu til árangurs”, sem fjallar um notkun sviðsmynda við stefnumótun og áætlanagerð.

Stjórn og hluthafar

Hluthafar félagsins eru:

 • Háskólinn á Bifröst
 • KPMG
 • Framtíðir slf.

Stjórn félagsins skipa:

 • Njörður Sigurjónsson frá Háskólanum á Bifröst
 • Anna Þórðardóttir frá KPMG
 • Karl Friðriksson frá Framtíðir slf. Karl er jafnframt starfandi stjórnarformaður félagsins.

Hafðu samband

Karl Friðriksson – [email protected] 

Sími – 8940422

Árleyni 8, 112 Reykjavík

Örstutt um aðdraganda að stofnun setursins

Rekja má stofnun Framtíðarseturs Íslands til áranna 2006/ 2007, en þá var fyrsti kynningarfundur um sviðsmyndagreiningu haldinn og fyrsta sviðsmyndaverkefnið unnið, sem byggðist á faglegum forsendum. Verkefnið heit: Sveitalíf 2025. Ólíkar sviðsmyndir um hugsanlega framtíð íslensks dreifbýlis.  Þó svo verkefnið hafi ekki farið í almenna dreifingu hafði það veruleg áhrif. Haraldur Benediksson, þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands orðaði sína reynslu á eftirfarandi hátt:

„Ég nota það alveg markvisst í mínu starfi hérna […] og ég get alveg vottað það að það sem við lærðum í þátttökunni höfum við tileinkað okkur og það orðið okkur að áþreifanlegum verðmætum eða áþreifanlegu gagni“ (Ólafur Jónsson 2011).

Sama ár kom út bókin Framtíðin. Frá óvissu til árangurs. Notkun sviðsmynda við stefnumótun. Sem var brautryðjandi bók á sviði framtíðarfræða hér á landi.

Í kjölfar þessa verkefnis hafa síðan verið unnin fjölmörg verkefni fyrir opinbera aðila og aðila úr einkageiranum. Nýlega var gerð rannsókn og samantekt á viðhorfum til sviðsmyndagreiningar hér á landi sem birtist í bókinni Rannsóknir í viðskiptafræði I, sem Háskólaútgáfan gaf út, Framtíðir– viðhorf til sviðsmyndagreiningar. Nokkuð ljóst að þessi greiningaraðferð hefur fengið fastan sess í huga stjórnenda.

Ráðgjafaráð

Ráðgjafaráð er skipaða af stjórn á aðalfundi til tveggja ára í senn. Leitast skal við að í fagráði sitji formlegir fulltrúar eigenda félagsins, fulltrúar atvinnulífs, akademíu og stjórnsýslu. Fagráðsmenn skulu ekki setja lengur en átta ár samfellt. 

Núverandi fagráð er skipað eftirfarandi aðilum:

 • Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
 • Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri NOMEX.
 • Bryndís Björgvinsdóttir, rithöfundur og þjóðfræðingur.
 • Fjalar Sigurðarson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
 • Hannes Högni Vilhjálmsson, dósent hjá Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík.
 • Kristján Leósson, þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf.
 • Njörður Sigurjónsson, deildarforseti við Háskólann á Bifröst.
 • Sigríður Heimsdóttir, iðnhönnuður.
 • Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG.
 • Tryggvi Thayer, verkefnastjóri hjá menntavísindasviði Háskóla Íslands.
 • Þorvaldur Ingvarsson, þróunarstjóri hjá Össuri.
 • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík.