Gerð viðskipataáætlana

Til hvers er viðskiptaáætlun?
Upphaf viðskiptaáætlunar felst í hugmyndinni að viðskiptum og niðurstaða hennar er mikilvæg við mat á því hvort hugmyndin sé líkleg til árangurs eða ekki. Ef viðskiptin ganga vel verður viðskiptaáætlunin hluti af áætlanagerð í fyrirtækinu og uppfærist reglulega eftir breytingum á rekstrarforsendum og umhverfi.
Gerð viðskiptaáætlunar er í raun aðferð frumkvöðla til að rannsaka möguleika viðskiptahugmyndar. Út frá þeimupplýsingum, sem fást með rannsókn á möguleikum hugmyndarinnar, eru gerðar áætlanir um sölu, markaðssetningu,framleiðslu og fjármögnun. Þær upplýsingar eru notaðar við að kynna viðskiptatækifærið, t.d. fyrir þeim sem hugsanlega munu fjármagna það.

Flokkur: