Frá Framtíðarvitund til aðgerða. Stjórnsýsla handan morgundagsins

Nýlega kom út áhugaverð skýrsla í Finnlandi um mikilvægar framtíðáskoranir og stefnumarkaði aðgerðir til að takast á við langtíma verkefni samfélagsins. Skýrslan er áhugaverð vegna innihaldsins, skýra framsetningu hvað þurfi að gera en einnig er skýrslan áhugverð með hliðsjón að slík skýrsla sé gerð. Finnar hafa löngum verið okkur framar þegar kemur að greina framtíðaráskornir og verið þannig betur undirbúin til að takast á við umbreytingar á ólíkum sviðum. Framtíðarsetur Íslands hefur bent stjórnvöldum á fjölmörg atriði þegar kemur að takast á við nauðsynlegar breytingar fyrir íslenskt samfélag.

Umrædd skýrsla er nokkurskonar hvítbók fyrir Finland, í tengslum við ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september 2024 en þá stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir Fundi Framtíðarinnar, þar sem þjóðir skuldbundu sig sameiginlega til að stuðla að sjálfbærari og jafnari framtíð, viðurkenna réttindi framtíðarkynslóða. Sem hluti af þessu sögulega atburði var samningur um framtíðina kynntur og samþykkt yfirlýsing um Framtíðarkynslóðir. Í þessari yfirlýsingu eru 32 meginreglur, loforð og aðgerðir sem miða að því að styrkja samþættingu hagsmuna framtíðarkynslóða. Kynnið ykkur umrædda skýrslu hér: