Samstarfsaðilar

Framtíðarsetur Íslands er í beinum og óbeinum tengslum við meginstofnanir, fyriræki eða félagsamtök á alþjóðavísu er  vinna að framtíðartengdum málefnum og þá sérílagi þau sem beita faglegum aðferðum framtíðarfræða til að greina framtíðaráskoranir.

Sérstaklega er bent á að setrið er formlegur aðili að Millennium Project og heldur utan um faghóp þess hér á landi. Millennium Project er sjálfstæður vettvangur framtíðarfræðinga og stofnana með 65 samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. http://www.millennium-project.org/

Eftirfarandi aðilar sitja í faghópnum hér á landi:

 • Anna Sigurborg Ólafsdóttir
 • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir
 • Karl Friðriksson.
 • Njörður Sigurjónsson
 • Runólfur Smári Steinþórsson
 • Sævar Kristinsson 
 • Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Hér eru nokkrar vefslóðir að öðrum áhugaverðum aðilum:

 • World Future Society                                                    https://www.worldfuture.org/
  • World Future Society var stofnað árið 1966 og er eitt af stærri félögum framtíðarfræðinga og hefur verið áhrifamikið um þróun framtíðarfræða frá stofnun.
 • World Future Studies Federation                            https://wfsf.org/
  • World Futures Studies Federation var stofnað í París árið 1973 sem alþjóðlegt net leiðandi framtíðarfræðinga. WFSF hefur alltaf verið skuldbundið að rýna faglega ólíkar framtíðir, og að taka mið af  menningarlegum fjölbreytileika.
 • Finland Futures Academy                                           https://tva.utu.fi/en/ffa/
  • Finnska framtíðarakademían (FFA) er landsnet níu háskóla, ásamt að vera hluti að netverki Millennium Project. Akademían veitir vísindamönnum og háskólum leið til að taka þátt í alþjóðlegum framtíðarrannsóknum.
 •        http://www.futures.hawaii.edu/
  • Hawaii Research Center for Futures Studies var stofnuð á Hawaii árið 1971. Miðstöðin er ein virtasta stofnun heims á sviði rannsókna, ráðgjafar og menntunar á svið framtíðarfræða.
 • Copenhagen Institute for Futures Studies                           https://cifs.dk/
  • Copenhagen Institute for Futures Studies Er  sjálfstæð stofnun, stofnuð árið 1969 af Thorkil Kristensen, fyrrverandi framkvæmdastjóra OECD til að bæta samfélög. Verkefni stofnunarinnar er að miðla þekkingu um mögulegar framtíðir, og gefur út meðal annars ýmis rit, skýrslur, tímarit og bækur í því sambandi.
 • Kairos Future                                                                                   https://www.kairosfuture.com/
  • Kairos Future er alþjóðlegt ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki, samtök við að skilja og móta framtíð sína.
 • Hawaii Research Center for Futures Studies http://www.futures.hawaii.edu/
  • Hawaii Research Center for Futures Studies (Hawaii Futures) var stofnað árið 1971 af yfirvöldum eyjanna. Stofnunin er heimsþekkt fyrir rannsóknir, ráðgjöf og fræðslu um framtíðir í heiminum.