Að hugleiða framtíðir – kennsluefni

Available Downloads:
Flokkur:

Vörulýsing

Leiðbeinendur, kennarar og nemendur nýtið ykkur Að hugleiða framtíðir, til að móta áhugaverða framvindu ykkar til framtíðar.

Hægt er að nálgast kennslubókina á Amazon.com.
Sjá hér.

Leiðbeiningar og stuðningsefni sem fylgja bókinni er hægt að nálgast á þessari vefsíðu undir útgáfa. Um er að ræða eftirfarandi efni:

Ráðleggingar fyrir leiðbeinendur og kennara.

Ólík tegundir af spjöldum til að vinna með í einstaka leikum/verkefnum.

Straumspjöld sem fjalla um hugsanlega strauma (eða þróun), framvindu þeirra og áhrif þeirra á framvindur mála.

Ímyndunarspjöld sem eru skipast í sex eftirfarandi tegundir:

Flokkunarspjöld – Þetta spjald útskýrir hvernig sögu þú munt skrifa. Til dæmis segir það þér hvort þú munir skrifa sögu sem er fyndin, óhugnanleg eða sögu sem mun líklega gerast.
Árspjöld – Þetta spjald segir þér hvaða ár sagan þín muni eiga sér stað. Til dæmis segir spjaldið þér hvort sagan eigi sér stað árið 2025 eða 2050.
Flokkunarspjöld eða STEUS-spjöld – Á þessu spjaldi er einn flokkur úr hversdagslífinu sem þú þarft að fjalla um í sögunni þinni. Til dæmis segir það þér hvort þú munir skrifa sögu um samfélagið og fólk, tækni, hagræn mál, umhverfismál eða stjórnmál.
Breytingarspjöld – Þetta spjald segir þér frá breytingu sem mun hafa áhrif á framtíðarsöguna þína. Til dæmis gæti það beðið þig um að huga að því hvað myndi gerast „ef notkun sýndarveruleika ykist verulega“ eða sagt þér að huga að því „hvað gæti átt sér stað ef ákveðin tegund dýra dæi út?“
Fólks- og staðaspjald. – Þetta spjald segir þér frá einstaklingi eða stað sem þú þarft að hafa í sögunni þinni. Til dæmis gæti það sagt þér að hafa hermenn eða plánetuna Mars í sögunni.

Að hugleiða framtíðir – Rafræn flettibók

Einnig er hægt að nálgast bókina sem rafræna flettibók á vefslóðinni: https://issuu.com/teachthefuture/docs/futuresthinkingplaybook_icelandic_kdp!

Stuðningsefni við bókin er einni að finna á vefslóðinni:  https://library.teachthefuture.org/product/kennslubok-ad-hugleida-framtidir/