Fyrirmyndarstjórnun I Hagnýt viðmið og samkeppnisforskot

Það er nauðsynlegt að stjórnendur fyrirtækja tileinki sér í ríkari mæli góðar starfsvenjur til að standast samkeppni. Þau fyrirtæki sem eru leiðandi á Íslandi nýta sér þá hugsun og þær aðferðir sem fjallað er um hér til að bæta samkeppnisstöðu sína.

Vörulýsing

Uppistaða þessarar bókar eru aðferðir sem má rekja til fræða undir yfirskriftinni World Class Business sem er að hluta til upprunnin í umbótaaðferðum gæðastjórnunar og eru af sama meiði og straumlínustjórnun (e. lean management, lean thinking) sem hefur fengið meðbyr hér á landi að undanförnu. Þetta eru allt aðferðir og hugmyndir sem hafa staðist tímans tönn og eru enn taldar þær bestu á sínum sviðum, þrátt fyrir að margar þeirra séu orðnar nokkurra áratuga gamlar. Það er með þessi fræði eins og önnur að aðferðir sem gagnast ár eftir ár á mismunandi tímamótum eru þær aðferðir sem mest um vert er að huga að.