Framtíðin við Áramót

Framtíðin við Áramót

Sú atburðarrás sem þjóðir heims hafa upplifað á árinu 2020 var ófyrirséð við upphaf þess. Covid veiran kom allflestum í opna skjöldu. Litlar sem engar áætlanir voru til staðar um hvernig taka ætti á þessari óværu. Það er gleðilegt að fljótlega verður hægt að kveða veiruna í kútinn, með samstilltu afli vísindasamfélagsins.

En þurfti þessi atburðarráðs að hafa eins neikvæð áhrif og raunina var og er? Því miður verður að viðurkenna að svo þurfti ekki að vera. Fyrir liggja sviðsmyndir um síka atburðarrás, framvindu og áhrif þeirra. Alþjóðastofnanir hafa beint á að slík þróun gæti átt sér stað og innan samfélags framtíðarfræðinga hafa slíkar sviðsmyndir verið dregnar upp. Jafnframt hefur sagan sambærilega fordæmi, ef einhver telur að sagan endurtaki sig? Hver er þá veiki hlekkurinn í að takast á við slík ósköp?

Það æskilega er oft ekki í boði

Flest allar áætlanir, byggja á æskilegum forsendum, að framtíðin verði eins og stefnt er að og þróunin verði hliðholl þeim sem þær gera. Það að taka mið af einhverju, sem genginn vill með hafa, er ekki vinsælt og jafnvel þeir sem benda á slíkt eru talinn til úrtölufólks. Auðvita eru undantekningar á þessu. Undantekningarnar byggjast flestar á því sem gerst hefur í fortíðinni og eru viðbrögðin fenginn í gegnum erfiða reynslu. Flest mannvirki á Íslandi þola þó nokkrar jarðhræringar, vegna þess að í kröfum til þeirra og í byggingaráætlun er gert ráð fyrir slíku. Viðbragðssnerpa gagnvart eldgosum og hættum til lands og sjávar eru eftirtektarverð. Á mörgum sviðum eru til staðar innviðir sem taka á viðburðum sem í gegnum tíðina hafa sýnt að gætu gerst. En því er ekki svo farið gagnvart því sem hefur ekki gerst eða gerist í allt annarri mynd en verið hefur.

Hið óvænta kemur

Þær áskoranir sem framtíðin ber í skauti sér verða þær sem við höfum vanist að takast á við, en í ríkari mæli verða þær óvæntar, ef við hristum ekki af okkur hefðbundna hugsun um umhverfi og þróun samfélagsins. Í þessu sambandi má nefna hin ýmsu svið svo sem kröfur í loftslags og umhverfismála, þróun velferðar og ójafnréttis í heiminum. Breytingar á sviði heilbrigðismála, samskipti eða samruna véla og manna, óravídda gervigreindar, breytt siðferði og gildisviðmið. Óróa vegna nýrra pólitískra blokka í heiminum, sem birtist í nýrri heimsmynd. Breyttar áherslur á sviði Norðurslóða, nýtingu auðæfa þeirra en jafnframt nýtingu á nýjum siglingarmöguleikum sem mun hafa verulega áhrifa á samfélög sem þar byggja. En líklega er stærsta spurningin hvernig við nýtum mannauðinn til góðra hluta, og sambýli hans við ofurtölvur framtíðarinnar.  Þannig mæti lengi telja upp mismunandi svið samfélagsins. Vegna veirufaraldursins sem nú stendur, verðum við mun öflugri við að takast á við aðra veiru og vegna ráðstafana okkar á sviði ólíkra vágesta á sviði jarðhræringa eða á sviði öryggismála, þá vorum við sneggri til en ella, að takast á við veirufaraldurinn.

Breytinga er þörf

Framtíðaráskorandir geta verið tvennskonar. Ógn gagnvart samfélögum, stofnunum eða fyrirtækjum eða tækifæri þeirra ef breytingarnar sem væntanlega verða séu vaktaðar. En það er ekki nóg að vakta breytingar svo sem að draga upp ólíkar framtíðir eða sviðsmyndir það þarf líka vilja og getu að takast á við það sem koma skal. Oft eru þeir sem sinna framtíðarrýni gagnrýndir fyrir að fara með einhvern hugarburð, vegna þessa að sá hugarburður er ekki í takt við daglega umræðu. Raunin er hins vegar oft sú að fólk fer framúr sér við að túlka tíðarandann, beinir spjótum sínum að auðveldum verkefnum en lætur önnur reka á reiðanum. Það er til dæmis enginn tilviljun að UNESCO sé að hvetja þjóðir heims til að auka framtíðarlæsi fólks, þar að segja getu samfélag að takast á við raunverulega áskoranir. Á þetta hefur Framtíðarsetur Íslands bent á og vonandi mun yfirvöld leggja enn frekari áherslu á getu samfélagsins til að móta sjálfbæra framtíð á komandi árum.

Karl Friðriksson