Að hugleiða framtíðir – Málstofa

Opin og veflæg málstofa fyrir kennara og áhugasama um framtíðina. Málstofan er haldin í tilefni af útgáfu kennslubókarinnar Að hugleiða framtíðir. Bókin er gefinn út af Framtíðarsetri Íslands í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Föstudagurinn 19 mars kl 15:00 – Sjáumst á Teams. Hér er vefslóðin: Click here to join the meeting Framtíðarfræðingurinn Peter Bishop, fjallar um tilurð bókarinnar og mikilvægi þess að skapa ungu fólki tækifæri til að móta sína framtíð. Peter Bishop er einn þekktasti fræðimaður á sínu sviði og er frumkvöðull í menntun ungs fólks á sviði framtíðarfræða.

Jafnframt verður fjallað um á hvern hátt bókin gæti nýst í kennslu á sviði frumkvöðla og nýsköpunarmenntunar. Kynning á bókinni má einnig finna hér: https://www.youtube.com/watch?v=_1wVLOzfJzU