Reykjanes árið 2020

Í vaxandi alþjóðavæðingu er ljóst að landsvæði standa í samkeppni við önnur svæði, ekki bara í eigin landi heldur við svæði víðs vegar um heiminn. Samkeppnin gengur út á að skapa aðstöðu til viðskipta sem byggir á vinnuafli, tækni og þekkingu og ekki síst að skapa umhverfi til nýsköpunar. Einstök svæði þurfa því að skilja og skilgreina sérstöðu sína, vera tilbúin og hafa þor til að taka af skarið og skapa slíkt umhverfi. Þar sem slík vinna hefur verið unnin hefur skapast tengslanet og samstarf fyrirtækja og stofnana sem nefnt hefur verið klasar.

Flokkur: