Framtíðir – Viðhorf til sviðsmyndagreininga

Framtíðir – Viðhorf til sviðsmyndagreininga

Rétt fyrir síðustu jól var gefinn út bókin Rannsóknir í viðskiptafræði á vegum Háskólaútgáfunnar. Í einum kafla bókarinnar er grein um viðhorf til sviðsmyndagreiningar, á forsendum rannsókna sem gerðar hafa verið meðal þátttakenda í sviðsmyndaverkefnum og hagaðila þeirra á Íslandi á tímabilinu 2005 til 2019. Sérstaklega er fjallað um rannsókn er tengdist forverkefni um sameiningu þriggja sveitarfélaga. Fjallað er um tengsl sviðsmyndagreiningar við framtíðarfræði og uppruna og fræðilegar forsendur aðferðarinnar.

Hægt er að nálgast greinina hér. Bókin, Rannsóknir í viðskiptafræði, hefur að geyma aðra mjög áhugaverðar greinar um fjölbreytt svið rannsókna innan viðskiptafræðinnar.