Á krossgötum. Sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum árið 2035. Útg. 2019
Óhætt er að segja að atvinnu- og mannlíf á Vestfjörðum standi á tímamótum. Í sjónmáli er bylting í samgöngum svæðisins. Uppbygging í fiskeldi og fyrirhuguð ný orkuframleiðsla og úrbætur í raforkukerfi geta skapað svæðinu sterkari samkeppnisstöðu. En mikil óvissa ríkir um þróun mála. Hér eru dregnar fram fjórar sviðsmyndir eða ólíkar framtíðir fram til árisins 2035.