Skýrsla um nýsköpun og frumkvöðlamennt

Flokkur:

Vörulýsing

Frá upphafi hefur Framtíðarsetur Íslands haft það á stefnuskrá sinni að auka umræðu og hvetja til úrbóta í námsumhverfi ungs fólks til að auka getu þeirra við að takast á við ókomna framtíð. Árið 2004 var gerð könnun meðal grunn- og framhaldsskóla, sem stíluð var á skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra viðkomandi skóla, þar sem könnuð var staða og viðhorf til stöðu frumkvöðlamenntunnar á framangreindum skólastigum.  Á síðasta ári, 2020, var ákveðið að skoða stöðu þessara mála og annarra tengdum nýsköpunar og frumkvöðlamenntar meðal umræddra skóla. Í könnuninni var tekið mið af nokkrum atriðum könnunarinnar frá árinu 2004.  Einnig var ákveðið að skoða hugsanlega breytt viðhorf meðal kennara og stjórnenda í grunn- og framhaldsskólum á hugsanlegum framtíðarbreytingum í kennslu og námsumhverfi nemenda og starfsumhverfi kennara.