Lausnir á matvælaþörf heimsins eru margvíslegar

Á sama tíma og mannkyninu fjölgar vex þörfin fyrir matvæli og hefðbundin ræktun mun ekki leysa þessa þörf og einnig liggur fyrir að gengið er nærri náttúrunni með harkalegum hætti. Sem fyrr aðlagar mannkynið sig að breyttum aðstæðum og hyggjuvitinu er beitt. Stofnfrumuræktað kjöt er ein þeirra lausna sem horft er til og ORF líftækni fékk á þessu ári stóran styrk til að þróa lausnir (dýravaxtaþætti) ætlaðar þeim sem sinna munu framleiðslu af þessu tagi. Nánar um málið hér >>